Láttu okkur sjá um þrifin í þínu fyrirtæki – faglega og áreiðanlega. ✨
Við bjóðum upp á sérsniðna ræstingarþjónustu sem hentar þörfum fyrirtækisins þíns, hvort sem það er dagleg þrif, djúpþrif eða regluleg ræsting. Þjónustan okkar er veitt á sanngjörnu verði og með áherslu á gæði og sveigjanleika.
Plöntupabbinn
Meðal eiganda er plöntupabbi mikill sem hefur einstaka ánægju og ástríðu fyrir plöntum. Við bjóðum einnig upp á plöntuumsjón fyrir fyrirtæki ásamt þrifum.
Verð fyrir fyrirtækjaþrif:
7900/klst + vsk
Við leggjum mikið upp úr heiðarleika, sanngirni og að koma vel fram við fólk hvort sem um er að ræða starfsfólkið okkar eða viðskiptavini. Verðið okkar endurspeglar það og gerir ráð fyrir að borga fólkinu okkar rétt. Enn fremur kjósum við að opinbera almennt verð. Fyrir minni fyrirtæki erum við til í að mæta fólki í verði og bjóðum upp á sveigjanleika. Til þess að bjóða upp á sveigjanlega lausn skoðum við með fyrirtækinu hvernig við getum valið tíma sem hentar báðum aðilum og getum þar með gefið afslátt.
Nýskráningartilboð:
Fyrstu tvo mánuðina færðu þjónustuna á 20% afslætti og án skuldbindingar, svo þú getur prófað okkur og metið hvort við uppfyllum allar þarfir þínar áður en þú tekur ákvörðun til lengri tíma.
Umsagnir frá viðskiptavinum
Okkar reynsla af Birtu ræstingarfyrirtæki hefur verið algjörlega frábær og einkennist af gæðum, nákvæmni og sveigjanleika. Skrifstofan okkar hefur aldrei verið jafn hrein og mælum heilshugar með þeim. (Friðrik Aðalsteinn - framkvæmdastjóri Myrkur games)
Birta þrif sjá um að þrífa allar okkar eignir þar sem smáatriðin skipta öllu máli. Viðskiptavinir okkar gera kröfur sem við treystum þeim til að uppfylla. Mæli 100% með þeim fyrir þig og þitt fyrirtæki. (Iceland Luxury Lodges)
Við á Betri Stofunni höfum verið að nota þjónustu Birtu til að sjá um þrif fyrir okkur. Þau eru samviskusöm, traust, vandvirk og eru með frábært starfsfólk á sínum snærum. Mæli 100% með að nýta sér þjónustu þeirra. (Betri stofan, Hafnarfirði)
Birta Þvottur & Þrif – áreiðanleg ræstingarþjónusta fyrir fyrirtæki.