Þrif og þvottur fyrir sumarhús, Airbnb og gistiheimili 🧺✨
Við hjá Birta Þvottur & Þrif sérhæfum okkur í þrifum og þvotti fyrir sumarhús í útleigu, Airbnb og gistiheimili.
Starfsfólk okkar sækir þvottinn, þvær hann og skilar honum hreinum og ferskum til baka – auk þess að sjá um þrif og frágang svo eignin þín sé tilbúin fyrir næstu gesti.
Umsagnir
Ég er með nokkrar airbnb íbúðir og hef verið í þjónustu hjá tveimur öðrum fyrirtækjum, en hef aldrei verið jafn sáttur og nú. Hef ekki einu sinni fengið kvörtun um hreinlæti síðan ég byrjaði hjá Birtu í júní '25. (Einstaklingur í airbnb rekstri)
Birta þrif sjá um að þrífa allar okkar eignir þar sem smáatriðin skipta öllu máli. Viðskiptavinir okkar gera kröfur sem við treystum þeim til að uppfylla. Mæli 100% með þeim fyrir þig og þitt fyrirtæki. (Iceland Luxury Lodges)
Alhliða Airbnb- og gistiþjónusta
Við bjóðum upp á heildarlausn sem einfaldar rekstur og sparar þér tíma:
Umsjón með bókunum og samskiptum við gesti á Airbnb, Vrbo og Booking.com
Þvottur og línleiga – hreint lín, sótt og afhent
Fagleg þrif og frágangur fyrir gestaskipti
Einfalt og áreiðanlegt samstarf
Fyrir þessa þjónustu tökum við 15% þóknun af hagnaði, eftir að kostnaður vegna þrifa, þvottar og skráningargjalda hefur verið dreginn frá.
Þannig getur þú aukið tekjur af eigninni þinni án þess að lyfta litlafingri – við sjáum um allt frá upphafi til enda.
📞 Hafðu samband í dag og fáðu tilboð sem hentar þínum þörfum.